Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2013 12:01

Áfallalaus sjómennska í 50 ár

Jónas Sigurðsson er fæddur árið 1944 á Kóngsbakka í Helgafellssveit en fluttist tveggja ára gamall til Stykkishólms þar sem hann hefur að mestu leyti búið síðan. Jónas var heiðraður af sjómannadagsráði Stykkishólms á síðasta sjómannadag, fyrir rúmlega 50 ára starf sem sjómaður og skipstjóri. Blaðamaður Skessuhorns fór í heimsókn til Jónasar og ræddi við hann um sjómennskuna.

 

Jónas fór fyrst á sjóinn á fullum hlut þegar hann var rétt orðinn 16 ára gamall. Áður hafði hann unnið ýmis önnur störf. „Sumarið þegar ég var fimmtán ára var ég í vegavinnu. Þá unnum við frá sjö til sjö til að vinna af okkur laugardaginn. Við fórum alltaf heim á föstudagskvöldum. Áður en ég fór fast á sjóinn hafði ég þvælst nokkra róðra upp á hálfan hlut, í páskafríum og um helgar. Þá voru kannski tveir 14 eða 15 ára guttar að fara tveir saman upp á hálfan hlut hvort þegar vantaði mann,“ segir Jónas.

 

Hefði ekki vilja missa af árunum á Runólfi
Jónas réri frá Grundarfirði á 100 tonna skipinu Runólfi í tvö ár. „Þá var ég hjá Gvendi Runólfssyni á netum og síld. Þá var farið norður fyrir land á síld með vorinu. Á haustin var farið á síld vestur af landinu fram í febrúar, en eftir það var farið á netin. Þetta voru góð ár og ég hefði ekki viljað missa af þeim. Gvendur var frábær karl,“ segir Jónas. Hann hafði fengið myndavél í fermingagjöf frá frænku sinni í Bandaríkjunum og var duglegur við að taka myndir með henni. Nokkrar myndir tók hann frá víðfrægum túr á Runólfi.

 

Sjá nánar viðtal við Jónas Sigurðsson sjómann í Stykkishólmi í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is