Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2013 09:01

Ný gistiaðstaða byggð á Vegamótum

Á Vegamótum í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi stendur nú yfir bygging gistiaðstöðu sem stefnt er á að taka í notkun í októbermánuði næstkomandi. Um er að ræða einingahús og er það fyrirtækið Smellinn á Akranesi sem gerir einingarnar. Fyrirtækið JGG ehf. sér um að byggja nýju gistiaðstöðuna ásamt fjölskyldunni á Vegamótum. Í gistiaðstöðunni verða 13 herbergi og er stærð hvers þeirra 18,1 fermetri. Sturta verður í hverju herbergi. Einnig verður nýr veislusalur í byggingunni og mun því aðstaða Þjónustumiðstöðvarinnar, sem rekin er að Vegamótum, stækka allverulega.

Það eru þau Hrefna Birgisdóttir og Eyjólfur Gísli Garðason sem eiga og reka Vegamót en í miðstöðinni er veitingastaður, bensínafgreiðsla og verslun með helstu nauðsynjar. Ferðaþjónusta hefur verið rekin á staðnum í áratugi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is