Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2013 10:01

Sæmdir gullmerki GSÍ á afmælishátíð Golfklúbbs Borgarness

Golfklúbbur Borgarness hélt upp á 40 ára afmæli sitt með viðhöfn í blíðskaparveðri við klúbbhús félagsins á Hamarsvelli í Borgarnesi á laugardaginn. Á annað hundrað manns lagði leið sína að Hamri en í tilefni dagsins stóð klúbburinn m.a. fyrir golfmóti í samstarfi við Gevalia og hátíðardagskrá. Hátíðardagskráin samanstóð af ávörpum og héldu tölu þeir Ingvi Árnason formaður GB, Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti Golfsambands Íslands og Ragnar Frank Kristjánsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Ragnar færði klúbbnum blómvönd fyrir hönd sveitarfélagsins og þá gaf Jón Ásgeir klúbbnum háttvísibikar GSÍ, sem kemur til með að verða veittur árlega þeim félaga í GB sem þykir sína sérstaka háttvísi.

Þá notaði Jón Ásgeir tækifærið og sæmdi tvo félaga í GB gullmerki GSÍ fyrir þeirra framlag til golfíþróttarinnar á Íslandi, þá Þórð Sigurðsson og Jón J. Haraldsson, en báðir hafa tekið ríkan þátt í uppbyggingu Hamarsvallar og félagsstarfi GB á síðustu áratugum.

 

Loks afhenti Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi, afmælisgjöf frá Leynismönnum til GB. Um var að ræða málverk eftir Bjarna Þór Bjarnason af 16. holu Hamarsvallar eða „eyjunni“ eins og holan er kölluð, en hún er ein þekktasta hola vallarins.

 

Að dagskrá lokinni var gestum boðið upp á afmælistertu frá Geirabakaríi auk þess sem haldin var vippkeppni sem flestir gestir tóku þátt í.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is