Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2013 11:01

Ferðir í Vatnshelli í sumar hafa gengið vel

Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór Þórsson hafa farið í skipulagðar hópferðir niður í Vatnshelli á utanverðu Snæfellsnesi um nokkurra ára skeið fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í sumar og að minnsta kosti fram að áramótum sinna þeir leiðsögn um hellinn í verktöku. Blaðamaður Skessuhorns fór í ferð í Vatnshelli og kynnti sér hvernig gengið hefur í sumar. „Þetta hefur gengið eins og við vonuðumst til, fór hæfilega af stað og hefur gengið frábærlega í sumar, enda höfum við á að skipa frábæru og samheldnu starfsfólki“ segir Þór í samtali við Skessuhorn.

Farnar eru átta til níu ferðir á dag og yfirleitt eru þrír leiðsögumenn á svæðinu sem skipta ferðunum með sér.

„Við reynum að sinna öllum, bið á milli ferða er ekki löng og örfáir sem hafa þurft að bíða til næstu ferðar. Sumarið hefur gengið mjög vel og við finnum fyrir því að full þörf er á góðri leiðsögn um íslenska náttúru. Eldgosin á síðustu árum eru fólki ofarlega í huga og bæði íslenskir og erlendir ferðamenn vilja fræðast um og upplifa undur hellanna.“

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is