Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2013 12:01

„Þetta er algert undravatn“

Ásgerður Pálsdóttir er fædd og uppalin í Stykkishólmi og flutti um síðustu áramót aftur heim í Hólminn eftir 40 ára fjarveru. Nú býr hún í húsinu þar sem hún fæddist. Ásgerður er með psoriasis og segir vatnið í heitu pottunum í sundlaug Stykkishólms einstaklega gott fyrir sig. Hún fer í pottana á hverjum degi, en áður en hún flutti vestur gerði hún sér ferð að sunnan um hverja helgi. „Þetta er algert undravatn. Ég hef verið með psoriasis síðan ég var 12 ára gömul og get verið rosalega slæm. Vatnið hér er svo silkimjúkt og það afhreistrar mig algerlega og manni líður alveg ofboðslega vel í öllum skrokknum með því að vera í þessu vatni,“ segir Ásgerður.

Dásamar vatnið í bak og fyrir

Vatnið, sem kemur úr borholu við Hofsstaði, er að mörgu leyti sérstakt en það er basískt með pH gildið 8,45. Það inniheldur einnig mikið af uppleystum efnum eins og natríumklóríð og kalsíumsölt. Árið 2001 fékk vatnið vottun frá Institut Fresenius stofnuninni sem sérhæfir sig í vatns- og umhverfisvottunum. „Mér hefur fundist skrítið að ekki hafi verið gert meira úr þessu. Það er engin aðstaða til að taka fólk í meðferð, en það þarf að koma þessu meira í loftið. Ég hef farið mikið í Bláa lónið og á ýmsar stofnanir. Bláa lónið er mjög gott til síns brúks en helst þarf að vera nálægt svæðinu. Áður fyrr fór ég að Hofsstöðum þar sem borholan veitir vatni ofan í fiskiker sem þar voru. Ég segi alltaf að þetta sé eðalvatn og ég nýt þess að vera komin heim og geta farið í vatnið nánast þegar ég vil. Ef það eru útlendingar í pottunum sit ég þar eins og malandi vél og dásama vatnið í bak og fyrir,“ segir Ásgerður.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is