Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2013 11:01

Sjá gull í gömlum vélum

Á Blikastöðum í Mosfellsbæ úir og grúir af gömlum dráttarvélum. Þar eru þær í alls kyns ásigkomulagi, sumar er búið að rífa í frumeindir, aðrar eru svo illa farnar að erfitt er að ímynda sér að þær séu annað en efni í endurvinnslu. Innan um standa hins vegar glæsilegar og skínandi vélar sem virðast vera nýkomnar úr framleiðslu, þrátt fyrir að vera sextíu ára gamlar. Augljóslega hefur verið nostrað við hvert stykki og útkoman er glæsileg.

Þeir Þorfinnur Júlíusson og Gunnar Björnsson eru áhugamenn um gamlar dráttarvélar. Þeir unnu saman í fjölda ára en fyrir skemmstu tóku þeir sig til og leigðu aðstöðu á Blikastöðum til að sinna áhugamáli sínu; að gera upp gamla traktora. Þar bjóða þeir upp á aðstöðu til leigu og komust fljótlega að því að þeir eru ekki einir um þetta áhugamál. Í dag eru ellefu vélar í húsi, þrjár bíða fyrir utan, sem eru í eigu þeirra félaga. En hvernig kviknaði þetta áhugamál?

 

„Við ólumst báðir upp við sveitastörf og höfum alltaf haft áhuga á þessum gömlu vélum,“ segir Þorfinnur, en hann ólst upp á Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. Gunnar ólst upp í Dalshúsum, rétt fyrir ofan Reykjavík, og vinnan gaf þeim tækifæri til að sinna þessu áhugamáli sínu.

„Við unnum lengi saman hjá fyrirtækinu G. Skaftason. Þá flæktumst við um allt land og höfðum báðir þá áráttu að horfa á allar gamlar dráttarvélar sem við rákumst á. Það voru hæg heimatökin þar sem við dóluðum á vörubílnum,“ segir Gunnar.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar. Þar gefur m.a. að líta myndir af dráttarvélum sem gerðar hafa verið upp í aðstöðu Gunnars og Þorfinns á Blikastöðum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is