Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2013 08:01

Rektor LbhÍ vill einn háskóla

Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) tekur vel í hugmyndir um sameiningu háskóla sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Hann segir fýsilegan valkost að hafa aðeins einn háskóla á landinu, Íslenska háskólann, sem væri með starfstöðvar víða um land. Ágúst segir að í Landbúnaðarháskólanum hafi sú skoðun lengi verið ríkjandi að rétt væri að sameina háskóla. Árið 2009 var gefin út skýrsla þar sem fram kom að heilmikill faglegur ávinningur væri af sameiningu.

„Ég tel að við eigum að taka af skarið núna um hvernig á að gera þetta og fara með þetta alla leið. Sameining er ekki endilega þannig að verið sé að leggja eitthvað niður og í henni geta falist sóknarfæri. Ég hef talað fyrir því í mörg ár að okkur dugi alveg Íslenski háskólinn. Innan hans gætu síðan starfað mismunandi sjálfstæðar einingar. Við þurfum á því að halda að þjappa okkur saman, en kerfið er allt undirfjármagnað, eins og allar kannanir og útreikningar sýna.“ Ágúst telur að innan Íslenska háskólans gætu verið starfstöðvar í Borgarfirði, Reykjavík, Akureyri og víðar.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is