Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2013 12:01

Vel sótt námskeið dr. Heuschmanns á Hvanneyri

Um fimmtíu þátttakendur voru á námskeiði dr. Gerds Heuschmanns sem haldið var af Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um síðustu helgi undir heitinu „Í þágu hestsins“. Námskeiðið var haldið í minningu Reynis heitins Aðalsteinssonar. Athygli vakti meðal þátttakenda að engir starfandi gæðinga- og íþróttadómarar, kynbótadómarar, forystumenn í hrossarækt og hestaíþróttum, né framleiðendur reiðtygja, tóku þátt.

Dr. Heuschmann er dýralæknir og fyrrverandi keppnisreiðmaður sem skar upp herör gegn vondri þjálfun og reiðmennsku í keppni á heitblóðshestum. Hann hefur gefið út efni þar sem hann setur fram gagnrýni sína og hugmyndir. Þar kemur meðal annars fram að könnun sem gerð var í Hollandi fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að 70% keppnishesta eru felldir og eða hverfa úr keppni átta vetra og yngri. Gerd spyr um ábyrgð dómara, sem verðlauna reiðmennsku sem slíkt hlýst af sem og ábyrgð dýralækna.

 

Hann segir að gildi gömlu klassísku meistaranna séu að engu höfð í dag. Markmið þeirra hafi verið að byggja upp „heilbrigða sál í hraustum líkama“. Áður fyrr hafi hermaðurinn átt líf sitt undir vel tömdum og þjálfuðum hesti. Ekki hafi þýtt að hlaupa yfir kafla í þjálfuninni. Í dag ráði peningar ferðinni. Hestar séu drifnir í keppni löngu áður en þeir hafi aldur, þroska og þjálfun til. Þjálfarar og knapar, oftar en ekki að áeggjan gráðugra eigenda, þvingi hesta í falskan höfuðburð, sem hafi hættulegar afleiðingar fyrir hestana. Vegna þess að þá geti hesturinn ekki notað hálsinn sem þá jafnvægistöng sem náttúran ætlaði honum.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is