Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2013 10:01

Vesturland hefur upp á allt að bjóða

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Skessuhorn að Vesturland hafa upp á margt að bjóða þegar kemur að vetrarferðamennsku. Mikil tækifæri séu til þess að auka fjölda ferðamanna í landshlutanum yfir vetrartímann. Hún segir hins vegar að þegar heimasíða Inspired by Iceland, átaks um eflingu vetrarferðamennsku, sé skoðuð sjáist að almennt taki fólk á Vesturlandi ekki þátt í því átaki. „Mér finnst eins og Vesturland hafi upp á allt að bjóða og mörg tækifæri í þessum efnum. Ég geri ráð fyrir að umræða eigi sér stað á öllum svæðum, og Vesturland er vel sett þegar kemur að samgöngum.“

 

 

Erna segir það augljósustu leiðina til að auka arðsemi fyrirtækja að draga úr árstíðabundnum sveiflum með eflingu vetrarferðamennsku. Þá komist menn hjá því að tap vetrarins éti upp góða sumarinnkomu. Tvennt þurfi þó til eigi vetrarferðamennska að geta blómstrað; vöru sem sé til staðar og markaðssetningu.

 

„Þegar ég segi vöru þá á ég bæði við góða gistingu, veitingar og fjölbreytni. Það verður að vera afþreying svo fólkið hafi eitthvað við að vera. Það leggur enginn á sig ferðalag bara til að vera á góðu hóteli. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að taka sig saman á svæðunum, sérstaklega þar sem úrvalið er ekki mikið af fyrirtækjum, til að tryggja að nægilega mikið sé í boði og ráðast í markaðssetningu.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is