Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2013 12:28

„Grundvallaratriði að greinin taki þátt í þessu með okkur“

Rósa Björk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands, segir að Vesturland hafi til þessa haft það orðspor á sér að þar sé allt lokað yfir vetrartímann. Þetta kemur fram í umfjöllun um átak í vetrarferðamennsku í Skessuhorni vikunnar. Þessu viðhorfi þarf að breyta segir Rósa og er átak á borð við Circles verkefnið, sem MV stendur að ásamt fleirum, liður í því að efla vetrarferðamennsku á Vesturlandi. „Ég hef eytt síðustu tveimur árum í undirbúning þessa verkefnis; að eyða þessu orðspori, sannfæra ferðaþjónustuna um að hafa opið og sameinast um að bæta orðspor landshlutans og að við stöndum við auglýstan opnunartíma. Öðruvísi getum við ekki sett saman áhugaverðan pakka,“ segir Rósa.

„Við munum fara í það að kynna þá ferðapakka sem verða til í samstarfi við þá ferðaþjónustuaðila sem eru með opið og er tilbúnir til þess að taka á móti fleiri ferðamönnum yfir veturinn. Við munum hitta markaðsfólk á ferðaskrifstofum og koma upplýsingum inn í ferðahandbækur, bæði erlendar og innlendar. Þetta er hins vegar langhlaup og Markaðsstofan gerir þetta ekki ein og sér. Það er grundvallaratriði að greinin taki þátt í þessu með okkur með vinnu og fjárframlagi til móts við styrkina sem fengust í gegn um sóknaráætlun.“

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is