Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2013 02:01

Ólafsdalshátíðin haldin hátíðlega í Dölum um næstu helgi

Hin árlega Ólafsdalshátíð fer fram um næstu helgi í Ólafsdal við sunnanverðan Gilsfjörð í Dölum. Hátíðin er haldin ár hvert af Ólafsdalsfélaginu sem vinnur að endurreisn staðarins með ýmissi fróðlegri uppbyggingu í anda sögu staðarins. Í Ólafsdal var áður fyrr rekinn fyrsti Búnaðarskóli landsins, stofnaður af Torfa Bjarnasyni, sem rak hann þar til ársins 1907. 154 nemendur stunduðu nám við skólann og komu þeir frá bæjum um land allt. Skólinn var mjög þekktur á sinni tíð og fór þar fram merkilegt brautryðjendastarf á sviði landbúnaðarmála á Íslandi.

Dagskrá hátíðarinnar í ár er ekki af verri endanum. Aðaldagskráin er sem fyrr á sunnudeginum, sem nú ber upp á 11. ágúst. Þó verður svokölluð „Upphitun“ haldin á laugardeginum þar sem efnt verður til gönguferðar umhverfis dalinn og námskeiðs í vinnslu ullar og tóvinnu.

 

Dagskrá sunnudagsins hefst kl.12 á hádegi með Ólafsdalsmarkaðinum þar sem lífrænt grænmeti, ræktað á staðnum fyrir tilstilli Ólafsdalsfélagsins, ostar, Erpsstaðaís, kræklingar og sitthvað fleira góðgæti úr héraði verður selt á góðum kjörum. Í tilefni dagsins verður síðan hið lífræna grænmeti Ólafsdalsfélagsins vottað af Vottunarstofunni Túni. Handverk skipar að auki ríkan sess í markaðinum.

 

Sýningar verða einnig opnaðar í skólahúsinu víðfræga, einu helsta kennileiti dalsins, sem reist var árið 1895, um skólahaldið og mannlífið í dalnum meðan skólinn var starfræktur sem og matarhefðir við Breiðafjörð og næsta nágrenni. Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, heldur síðan fræðsluerindi um Torfa Bjarnason og verkvit hans í landbúnaðarfræðum síðar um daginn eða kl. 16, en erindi Bjarna fer fram á 2. hæð skólahússins.

 

Hátíðardagskrá hefst loks kl. 13. Þar flytja gestir ávörp auk þess sem söngkonan Sigríður Thorlacius og bassaleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson verða með tvö tónlistaratriði. Ávörp flytja Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og Halla Steinólfsdóttir, bóndi á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum og varaformaður Ólafsdalsfélagsins.

 

Börn mun að sjálfsögðu finna ýmislegt við sitt hæfi á hátíðinni. Hestar verða teymdir undir börnum meðan á dagskrá stendur en einnig verður boðið upp á hálftíma reiðtúra gegn gjaldi. Loks kemur leikhópurinn Lotta í heimsókn og sýnir verkið Gilitrutt. Sýningin hefst kl. 15. Veitingar verða síðan selda á staðnum á sanngjörnu verði fyrir alla.

 

Þá skal einnig minnt á happadrætti Ólafsdalsfélagsins sem fram fer þennan dag en ágóði af sölu miða mun renna til uppbyggingarverkefna á vegum félagsins. Í lok dagskrár um kl. 16:30 verður dregið í happadrættinu.

 

Sjá dagskrá Ólafsdalshátíðarinnar hér.

Sjá heimasíðu Ólafsdalsfélagsins hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is