Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2013 01:28

Þúsundir marglyttna við Borgarnes

Aragrúi marglyttna blasti við fólki í morgun í fjörunni og á leirunum við Borgarnes. Marglytturnar sjást bæði sunnan megin við Borgarnes og norðan megin í Borgarvogi en varlega má ætla að þær skipti þúsundum. Ekki er algengt að svo mikið af marglyttum reki á fjörur og útfiri Borgarfjarðar samvæmt heimildum Skessuhorns en það hafi þó komið fyrir. Ekki er fullvíst hvenær marglytturnar rak inn fjörðinn en gera má ráð fyrir að það hafi verið síðasta sólarhringinn.

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands, að fjöldi marglyttna í hafinu við Ísland sé í hámarki um þessar mundir. Marglytturnar fjölgi sér með kynlausri æxlun og því geti þær orðið töluvert margar í hafinu nú um stundir. Í stillum komi svo fyrir að þær reki á land.

 

Í morgun greindi mbl.is frá því að þúsundum marglyttna hafi skolað á land við Garðaholt í Garðabæ um helgina og var Ástþór að skoða aðstæður þar þegar Skessuhorn ræddi við hann. Ástþór segist ekki vita af mörgum tilvikum þar sem svo mikið af marglyttum reki á fjörur landsins í einu, en um það sé þó lítið hægt að fullyrða þar sem lítið eftirlit hafi verið með marglyttum í fjörum í gegnum tíðina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is