Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2013 06:01

Áfallalítil verslunarmannahelgi hjá LBD

Umferð um vegi í umdæmi Lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum gekk mjög vel og áfallalítið fyrir sig yfir verslunarmannahelgina. „Hún var mjög mikil en dreifðist vel, sérstaklega á „útfallinu“ á mánudaginum,” að sögn lögreglunnar. „Þá var lítið um langar strollur eins og oft vill verða þegar allir eru á ferðinni á sama tíma.“

 

Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi LBD í liðinni viku. Flest voru þessi óhöpp minniháttar og án teljandi meiðsla á fólki. Þar að auki var ekið á sex lömb sem jafnast á við meðaltal undanfarinna vikna. Einn ökumaður var tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og annar tekinn úr umferð vegna ölvunaraksturs. Þá voru tólf ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.

 

Þá var ökumaður stöðvaður vegna tilkynningar um að hann æki með laust barn í bílnum hjá sér.  Reyndist það vera rétt, því 4. ára barn lá sofandi og óbundið á bekk aftast í bílnum. Einnig reyndist ökumaðurinn vera með útrunnið ökuskírteini. Fékk hann að halda för sinni áfram eftir að öryggi barnsins hafði verið tryggt og annar ökumaður fenginn til að taka við akstri bifreiðarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is