07. ágúst. 2013 11:01
Ökumaður sem var með hjólhýsi í eftirdragi fékk á sig sterka vindhviðu á Hvalfjarðarvegi skammt frá Ferstiklu upp úr hádegi á sunnudaginn að sögn Lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum. Hjólhýsið fauk út fyrir veg og brotnaði þar en bíllinn snarsnérist við hviðuna. Hann hélst þó á hjólunum og fór ekki útaf veginum. Ekki urðu meiðsl á ökumanni og farþegum bílsins en hjólhýsið er talið ónýtt.