Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2013 03:28

Fékk hákarl á handfærin

"Ég vissi ekki hvað var að gerast þegar færið rann út af rúllunni hjá mér. Hélt fyrst að þetta væri risaþorskur en svo kom í ljós að þetta var hákarl,“ segir Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns í Ólafsvík, en hann var á handfæraveiðum út af Rifi í gær þegar þetta gerðist. Alfons kvaðst hafa verið snöggur að ná í myndavélina og beina henni að hákarlinum áður en hann sleit sig af færinu. Hann kveðst vita til þess að háhyrningar hafi einstaka sinnum slysast á færi sjómanna, en aldrei hákarl. „Ég spurði til dæmis aldraðan mann hér sem hefur verið lengi til sjós og segist hann aldrei hafa vitað af slíku,“ segir Alfons, sem bætir við að aldrei hafði komið til greina að ná hákarlinum um borð ef hann hefði hangið á færinu, enda öflug skepna að fást við fyrir einn mann á litlum báti.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is