Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2013 04:21

Aðstaða við Álftárkróksskála stórbætt

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar er sífellt að bæta aðstöðu og aðgengi veiðimanna og annarra þeirra sem á heiðina sækja.  Smám saman hefur gistimöguleikum verið fjölgað. Þetta árið verður þó ekki fjölgun gistirýma en stjórn félagsins ákvað þess í stað að stórbæta alla aðstöðu í Álftakróksskála. Fyrr á þessu ári var gengið frá kaupum á 60 fermetra húsi sem áður var þjónustuhús fyrir skólagarða Reykjavíkur og verður það flutt í heilu lagi upp í Álftakrók um miðjan þennan mánuð. Steypt var í grunn fyrir húsið í dag. Verður það tengt við gamla skálann með lítilli tengibyggingu. Stefnt er á að í nýja húsinu verði eldunaraðstaða, matsalur, snyrtingar og aðstaða fyrir veiðivörð. Fram til þessa hefur eldunaraðstaðan í Álftakróksskála verið bágborin og fólk þurft að matast í svefnskálanum. Þetta hefur stundum valdið gestum ama, sérstaklega þegar fleiri en einn hópur hefur dvalið í skálanum á saman tíma.  

 

 

 

Flutningur á svona stóru húsi er ekki einfaldur einkum þar sem vegaslóðar eru ekki gerðir fyrir flutninga af þessu tagi; mikið af háum brekkum og hvörfum á leiðinni t.d. á veginum upp Hallmundarhraun. Að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar er nú unnið að lagfæringum á vegaslóðum og öðrum undirbúningi fyrir flutning hússins. Ekki er hægt að flytja húsið á „trailer“ bíl og því mun það standa töluvert aftur af palli vörubílsins sem það verður flutt á, en húsið er yfir 9 metrar á lengd. Skessuhorn mun segja nánar frá flutningi hússins þegar þar að kemur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is