Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2013 03:01

Pönk á Patró um næstu helgi

Næstkomandi laugardag, þann 10. ágúst, verður Pönk á Patró haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í fimmta skipti. Dagskráin í ár býður upp á rokk og ról en það er engin önnur en Skálmöld sem kemur fram á Pönki á Patró í ár. Einnig verður haldið sundlaugarpartý í sundlaug Patreksfjarðar kvöldið áður en þar mun DJ Una sjá um stemninguna.

Venju samkvæmt er um að ræða tvískipta dagskrá en börn og unglingar eru í forgrunni og markmiðið að svala rokkþörf þeirra og gefa þeim kost á að læra nýja hluti, njóta tónlistar á sínum forsendum á skemmtilegum stað og kynnast í leiðinni tónlistarfólkinu. Dagurinn hefst með tónlistarsmiðju, svo er boðið upp á hressingu og að henni lokinni eru tónleikar með Skálmöld fyrir krakkana og hefjast þeir kl. 15:00.

Frítt er inn á alla dagskrá og tónleika dagsins fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára en inn á kvöldtónleikana kostar 2500 krónur fyrir fullorðna en þeir byrja um kl. 21:00.

 

 


 

DAGSKRÁIN 9. ÁGÚST - SUNDLAUGARPARTÝ MEÐ DJ UNU

Í ár hefst Pönk á Patró degi fyrr en áður með því að boðið verður upp á sundlaugarpartý í íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð föstudagskvöldið 9. ágúst frá kl. 19 -21. DJ Una (ft. Gullfoss og Geysir) verður með réttu stemninguna í sundlaugarpartýinu en DJ Una heitir fullu nafni Una Margrét Reynisdóttir og er ellefu ára gömul. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í laugina í boði Pönk á Patró og Vesturbyggðar.

 

DAGSKRÁIN 10. ÁGÚST 2013 - SKÁLMÖLD

13:00 - 14:30 Tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga í umsjá Skálmaldar
14:30 - 15:00 Hressing fyrir alla krakka í boði Pönk á Patró
15:00 - 16:00 Tónleikar með Skálmöld fyrir börn og unglinga

Frítt er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukkan 13:00. Ekki er þörf að skrá sig til að taka þátt, það er nóg að mæta og allir velkomnir.

21:00 Skálmöld –Tónleikar í Eldsmiðju Sjóræningjahússins.
Aðgangseyrir 2500 kr. fyrir 16 ára og eldri á kvöldtónleika. Gestir eru hvattir til þess að mæta stundvíslega.

 

Fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is