Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2013 11:56

Alþýðuóperan flytur Ráðskonuríki á Akranesi á sunnudaginn

Alþýðuóperan flytur sýninguna Ráðskonuríki á Akranesi næstkomandi sunnudag. Um er að ræða mjög óvenjulega óperusýningu, en Ráðskonuríki er spaugileg ópera sem sungin er á íslensku og hægt er að njóta yfir "hressandi" veitingum. Sýningin hefur verið á Rósenberg í Reykjavík, en nú fer Alþýðuóperan á flakk og sýnir m.a. á Sauðárkróki, Akranesi, Borgarnesi og Selfossi. Sýningin á Akranesi verður sunnudaginn 11. ág úst nk. í Gamla Kaupfélaginu og hefst klukkan 20. Einnig verður sýnt á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili,  sama dag fyrir heimilismenn, en það er hluti af stefnu Alþýðuóperunnar að koma með óperuna til almennings. Tónlistarsjóður og Menningarsjóður Vesturlands styrkja þessar sýningar á Akranesi.

 

 

„Ráðskonuríki er sett upp af Alþýðuóperunni, sem er sjálfstætt íslenskt óperufélag, en við viljum ná að vekja áhuga almennings á óperum.  Aðalatriði sýningarinnar er tónlistin og er öll umgerð sýningarinnar smá í sniðum; í hverri sýningu tveir söngvarar, einn leikari og einn gítarleikari, sem er mjög óvenjulegt fyrir óperur. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir syngur hlutverk Serpinu, Steinþór Jasonarson fer með hlutverk Uberto og Vigdís Perla Maack leikur Vespone. Jón Gunnar Biering Margeirsson spilar á gítar, en hann er einnig tónlistarstjóri sýningarinnar. Ingólfur Níels Árnason leikstýrði sýningunni.

 

Um söguþráðinn í Ráðskonuríki segir að Uberto aðalsmaður sé í stökustu vandræðum með þjónustustúlkuna sína Serpinu, sem hefur ákveðið að taka völdin á heimilinu og ætlar sér að giftast Uberto. Hann er þó ekki tilbúin að samþykkja það, fyrst og fremst vegna þess að aðalsmaður giftist ekki þjónustustúlku. Serpina tilkynnir Uberto að hún sé hætt við að giftast honum og ætli frekar að giftast hermanni ógurlegum, sem er í raun Vespone, ungur þjónn, sem aðstoðar Serpinu gegn því að fá eina ósk uppfyllta. Þetta slær Uberto alveg út af laginu því ekki getur hann leyft henni að giftast svo ógurlegu illmenni, svo ekki sé minnst á að hermaðurinn vill fá fjögur þúsund dali í heimanmund.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is