Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2013 06:15

Uppgrip í makrílvinnslu í Búðardal þegar vel fiskast í Steingrímsfirði

„Það má segja að vertíðin hafi byrjað korteri fyrir verslunarmannahelgi og þá bjöguðum við henni með fjölskyldunni sem vann frá átta á morgnana fram undir þrjú á nóttunni. Nú er unnið á vöktum allan sólarhringinn og það eru 16-20 manns í vinnslunni hjá okkur, mest allt þaulvalt fólk úr sveitinni sem hefur verið í loðnufrystingunni á Akranesi,“ segir Baldur Þórir Gíslason hjá Sæfrosti í Búðardal í samtali við Skessuhorn. Félagið gerir út sex báta á makrílveiðarnar frá Hólmavík og er hráefninu keyrt yfir Þröskulda í gamla sláturhúsið í Búðardal þar sem makríllinn er heilfrystur.

Að Sæfrosti standa feðgarnir Baldur og Gísli í Búðardal ásamt feðgunum Breka og Bjarna á Auðshaug á Barðaströnd. Sæfrost fékk úthlutað 20 tonna kvóta á þrjá stærstu bátana, alls 60 tonnum. Hinir þrír voru að byrja veiðar þegar rætt var við Baldur sl. miðvikudag, en þeir veiða úr opnum krókaveiðipotti sem í eru 3000 tonn. Baldur sagði að vertíðarstemning sé nú á Hólmavík, þangað sé kominn fjöldi krókaveiðibáta.

„Bátarnir hjá okkur sem taka þrjú og fjögur tonn hafa verið að tví- og þrífylla á sólarhring og þetta verður ekki lengi að klárast fyrst afkastamiklir bátar eru komnir á svæðið. Það er að veiðast mjög vel á Steingrímsfirðinum og þar úti fyrir. Ætli það verði nema þessi og næsta vika, ekki gott að segja til um það,“ sagði Baldur aðspurður fyrr í vikunni um hvað makrílvertíðin myndi standa lengi. „Menn eru að tala um að stærð makrílstofnsins sé vanmetin og þessi 3000 tonna frjálsi pottur sé allt of lítill þótt við þökkum fyrir allt. Þetta er líka besta hráefnið sem hægt er að fá, makríll veiddur á krók, og mun vænni en sá sem stóru skipin eru að fá,“ segir Baldur. Hann á von á því að í kjölfar makrílveiðanna verði farið á síldina í haust. „Við erum núna að eygja það að ná kaupi út úr þessari útgerð eftir dapra grásleppuvertíð í vor. Það er líka ánægjulegt hve samstarfið hefur verið gott við eigendur sláturhússins hérna með aðstöðuna fyrir vinnsluna, sveitarfélagið og Kaupfélag Skagfirðinga,“ sagði Baldur Þórir Gíslason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is