09. ágúst. 2013 09:01
Í sumar hafa rekstraraðilar Sveitakaffis í Nesi í Reykholtsdal, í samstarfi við ferðaþjónustuna í Nesi og Framfarafélag Borgfirðinga, staðið fyrir sveitamarkaði í gömlu hlöðunni í Nesi. Þar hafa bændur og handverksfólk úr sveitinni komið saman og selt vörur sínar og Sveitakaffi verið með kaffi og veitingasölu. Þá hafa gestir nýtt tækifæri og spilað golf á Reykholtsdalsvelli. „Nú erum við að skipuleggja sveitamarkað laugardaginn 17. ágúst og verður hann sá þriðji í röðinni í sumar. Endilega fylgist með okkur á Facebook undir „Sveitakaffi“ fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við Hönnu Sjöfn í síma 585-2133 eða senda email á sveitakaffi@gmail.com Minnum loks á að við seljum súpu og brauð, kaffi og kökur og kvöldverð alla daga,“ segir í tilkynningu frá Sveitakaffi í Nesi.