Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2013 06:02

Umhverfi Brákarhlíðar tekur stakkaskiptum

Í sumar hefur verið unnið að frágangi lóðarinnar við dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi og stefnt að verkinu ljúki endanlega í haust. Nýr inngangur hefur verið gerður í húsið næst Ánahlíð og allt aðgengi að honum orðið hið glæsilegasta. Það var Borgarverk sem sá um frágang lóðar en Garðaþjónustan Sigur-garðar var undirverktaki við hellulögn og fleira. Sindri Arnfjörð hjá Sigur-Görðum vill koma á framfæri þökkum vegna gróðursetningarvinnu sem unnin var á miðvikudaginn í liðinni viku. Þar komu kvenfélagskonur úr Hvítársíðu, undir stjórn Herdísar Hermannsdóttur, og gáfu vinnu sína við að planta trjám, runnum og sumarblómum og setja sand yfir trjábeðin. Einnig gáfu gróðrarstöðvarnar Grenigerði og Gley-mér-ei í Borgarnesi og garðplöntustöðin á Þorgautsstöðum plöntur til verksins að hluta eða öllu leyti. Sindri sagði í samtali við Skessuhorn að bæði sé nú búið að þökuleggja garðinn á bak við Brákarhlíð sem og við aðal innganginn í bygginguna og einnig að helluleggja.

 

Nú er eftir lokafrágangur við aðal innganginn, frágangur götunnar við Ánahlíð auk frágangs bakvið bygginguna. Utanhúss á einnig eftir að ganga frá steyptum stéttum til að tengja gamla og nýja innganginn að húsinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á miðvikudaginn þegar plantað var við húsið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is