Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2013 08:01

Öðruvísi makrílvertíð hjá stóru skipunum

Í liðinni viku voru uppgripaveiðar hjá smærri makrílveiðibátum á Steingrímsfirði, eins og fram kom hér á Skessuhornsvefnum. Veiðar stærri skipa á makríl hafa verið töluvert frábrugðnar miðað við undanfarin ár. Skip HB Granda hafa að undanförnu landað makríl á Vopnafirði. Ingunn AK landaði sl. föstudagskvöld 550 tonna afla og var uppistaðan að mestu leyti makríll. Ingunn hafði þá verið að veiðum fyrir sunnan og suðvestan Litla-Djúp. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skipstjóra hefur veiðin verið mjög gloppótt, góður afli einn daginn en tregara þess á milli. „Þessi vertíð er algjörlega frábrugðin nokkrum síðustu vertíðum, að mínu mati. Það hefur þurft að hafa meira fyrir aflanum og makríllinn er smærri og blandaðri en áður,“ segir Guðlaugur. Veðráttan hefur sömuleiðis verið óhagsstæðari en þó ekki til mikilla vandræða enn sem komið er.

 

 

Að sögn Guðlaugs er togað í þetta þrjá til fimm tíma í senn. Á fimmtudaginn síðasta var makríllinn sem veiddist frá um 360 grömmum og upp í ríflega 400 grömm. Uppsjávarveiðiskipin hafa haldið sig að veiðum úti fyrir suðausturlandi á meðan togararnir hafa verið að veiðum vestur af landinu. Ein þrjú skip reyndu fyrir sér úti við miðlínumörkin á milli Íslands og Grænlands og þar var ágæt veiði í eina tvo daga, að sögn Guðlaugs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is