Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2013 09:18

Akrasel fimm ára og fær Grænfánann í annað sinn

Yngsti leikskólinn á Akranesi, Akrasel, hélt upp á sitt fimmta afmæli sl. fimmtudag. Var börnum, foreldrum og útskrifuðum nemendum leikskólans boðið í veislu í tilefni þess. Boðið var upp á ávexti og afmæliskleinur og voru skemmtiatriði fyrir börnin. Um morguninn komu nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands og léku stutta leiksýningu úr hinu sígilda barnaverki um Dýrin í Hálsaskógi og um nónbil mætti Ingó Veðurguð og söng með börnunum. Ásamt afmælinu fögnuðu börn og starfsmenn því að Akrasel fékk Grænfánann afhentan í annað sinn, en hann er viðurkenning frá Landvernd um góða umhverfisstefnu leikskólans og stendur sú viðurkenning í tvö ár.

 

 

Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri á Akraseli telur daginn hafa tekist mjög vel. „Þessi dagur er búinn að vera alveg frábær. Margir sem mættu og bara búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur,“ segir Anney og bætti við: „Öllu þessu er hægt að þakka jákvæðu og glaðværu starfsfólki leikskólans og er dagurinn því líka fögnuður fyrir góða samvinnu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is