Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2013 09:57

Skagamenn stigalausir úr Laugardalnum

Skagamenn fóru á Laugardalsvöllinn í gærkvöldi þar sem þeir mættu Fram í 15. umferð Pepsídeildar karla og lauk leiknum með 1-0 sigri Framara. Gott veður var til knattspyrnuiðkunar í Laugardalnum og þurftu bæði lið nauðsynlega á stigi að halda. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru í upphafi fyrri hálfleiks líklegri aðilinn til að skora. Þegar leið á hálfleikinn fóru heimamenn í Fram að sækja ofar á völlinn og á 39. mínútu kom fyrirgjöf frá hægri kanti inn í vítateig Skagamanna þar sem Daninn Thomas Sörensen setti fótinn í boltann með þeim afleiðingum að hann endaði í eigin marki og Fram komið með forustuna í leiknum.

Lítið var að gerast í síðari hálfleik. Liðin skiptust á um að hafa boltann en hvorugu þeirra tókst að skapa sér hættuleg marktækifæri. Besta færi hálfleiksins kom alveg í blálokin þegar Framarar komust í sókn og náðu skoti að marki Skagamanna sem hafnaði í þverslánni. Endaði því bragðdaufur leikur í Laugardalnum með eins marks sigri Fram.

 

 

Eftir leikinn er Fram í sjöunda sæti Pepsídeildarinnar með 18 stig en Skagamenn sitja enn á botni deildarinnar með 7 stig. Næsti leikur Skagamanna er heimaleikur gegn FH á sunndaginn næstkomandi kl. 17 á Akranesvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is