Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2013 12:55

Skagamennirnir settu vallarmet

Skagamenn voru í miklu stuði á öðrum degi Símamótsins í Eimskipsmótaröð Golfsambandsins sem fram fór á Leirdalsvelli um helgina, velli GKG, Garðabæjar og Kópavogs. Það var á laugardaginn sem bæði Valdís Þóra Jónsdóttir Leyni og Birgir Leifur Hafþórsson Leynisfélagi og núverandi heimamaður í GKG slógu vallarmetið. Valdís Þóra lék á pari vallarins, sem er 71 högg, en Birgir Leifur var sjö höggum undir pari. Valdís Þóra var að spila langbest stúlknanna á laugardaginn, en gekk ekki jafnvel á föstudag og sunndag. Hún endaði á 19 höggum yfir pari, sex höggum lakara skori en sigurvegarinn Signý Arnórsdóttir GK og höggi lakara en nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik, Sunna Víðisdóttir GK. Birgir Leifur þurfti að lúta í lægra haldi á Símamótinu eftir hörkukeppni við Ólaf Björn Loftsson NK.

Þá hafnaði Borgnesingurinn Bjarki Pétursson úr GB í fjórða sæti í karlaflokki. Þetta er besti árangur Bjarka á Eimskipsmótaröðinni hingað til en hann verður 19. ára á þessu ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is