Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2013 02:30

Loftunarrör sprakk og sement fór yfir nærliggjandi hús og bíla

Við dælingu í tanka Sementsverksmiðjunnar á Akranesi við uppskipun á sementi frá Noregi sl. föstudagsmorgun, gerðist það óhapp að loftunarrör frá tönkunum sprakk. Við það sprautaðist út sement, sem giskað hefur verið á að hafa verið 100-200 kíló og dreifðist það með vindinum yfir næsta nágrenni. Sementið féll m.a. á hús, bíla, gróður og skjólveggi við nærliggjandi götur, þ.e. Mánabraut og upp á Suðurgötu. Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar buðu eigendum nokkurra húsa á svæðinu að láta þrífa bíla þeirra á föstudaginn. Þá unnu húseigendur við Mánabraut að þrifum á húsum og bílum um helgina. Eftir nánari skoðun um helgina og í dag kom í ljós að mengunarslys þetta hafði verið umfangsmeira en áætlað var í fyrstu og gerðust þá íbúar þeirra húsa sem sementið lenti á óþreyjufullir eftir viðbrögðum Sementsverksmiðjunnar, enda getur sement límt sig grjótfast á hús, bíla og ekki síst á rúður. Eftir að Gunnar H Sigurðsson framkvæmdastjóri hafði ásamt öðrum starfsmanni verksmiðunnar skoðað ástand húsa í dag var Gísli Jónsson ehf fenginn með sín tæki til að háþrýstiþvo ummerkin eftir óhappið. Í dag var einnig unnið að viðgerð á loftunarrörinu sem gaf sig á föstudagsmorguninn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is