13. ágúst. 2013 09:01
Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 15% frá júní í fyrra og voru um 240 þúsund. Af heildarfjölda gistinátta var um erlenda gesti að ræða í 88% tilvika, en þeim fjölgaði um 17% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 5%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum á hótelum um 46% á milli ára og voru þær 14.100. Á Austurlandi fjölgaði þeim um 51% og voru 17.000 og á Norðurlandi voru seldar gistinætur 25.500 og fjölgaði þeim um 44%. Á Suðurlandi fjölgaði þeim um 9% og voru 30.500 og á Suðurnesjum fjölgaði gistináttum um 8% og voru 9.200. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru gistinætur á hótelum 931.900 til samanburðar við 777.900 á sama tímabili árið 2012. Gistináttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 22% og Íslendinga um 12%.