13. ágúst. 2013 01:54
Þessa dagana er að ljúka framkvæmdum við tjaldsvæðið í Búðardal. Í síðustu viku voru starfsmenn verktakafyrirtækisins Jóhann Guðlaugsson ehf. að ganga frá hellulögn á svæðinu, en bætt aðstaða fyrir húsbíla og bíla með ferðavegna var meðal framkvæmdanna á tjaldsvæðinu. Um leið og Loftorka í Borgarnesi afgreiddi steypu í aðstöðuna fyrir húsbílana á tjaldsvæðinu á dögunum var einnig sett steypulögn í botn gömlu sundlaugarinnar við Dalabúð. Sundlaugin hefur ekki verið í nothæfu ástandi í langan tíma, en áform eru uppi um að endurbæta hana það mikið að unnt verið að kenna nemendum Auðarskóla þar sund á því skólaári sem brátt gengur í garð.