Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2013 03:02

Lestarstjóri í "góðum gír" á sínum uppáhaldshraða

Átta umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Í flestum þeirra slapp fólk án teljandi meiðsla, enda fólk í öryggisbeltunum að sögn lögreglu. Einn árekstur varð í Norðurárdalnum við framúrakstur. Þrír bílar voru í röð og sá fremsti ók á um 60-70 km hraða.  Tveir bílar voru á eftir honum og annar með fellihýsi í eftirdragi. Fór þeim að leiðast þófið og á beinum vegarkafla ákvað ökumaður bílsins með eftirvagninn sem aftastur var að fara framúr. Þegar hann var að komast upp að hliðinni á þeim næsta, datt þeim ökumanni einnig í hug að fara framúr lestarstjóranum en tók ekki eftir bílnum sem var kominn upp að hliðinni á honum og úr varð árekstur. Bíllinn með tjaldvagninn endaði  á hvolfi út í móa en hinn gat haldið ferð sinni áfram eftir að hafa gefið lögreglu skýrslu. Lestarstjórinn varð trúlega ekki var við neitt af því sem að gekk á fyrir aftan hann og ók því hinn rólegasti áfram sína leið í „góðum gír“ og var eflaust langfyrstur á áfangastað.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is