Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2013 08:01

Kolbrún og Haukur sigruðu fyrsta frisbígolfmótið

Fyrsta formlega frisbígolfmótið á Akranesi fór fram á mánudagskvöldið á frisbígolfvellinum í Garðalundi. Keppni var jöfn og spennandi enda býður völlurinn upp á fjölbreyttar þrautir milli trjáa, yfir vötn og mishæðir. „Gríðarleg ánægja var meðal keppenda með völlinn og margir sem telja hann einn þann skemmtilegasta á landinu,“ sagði Birgi Ómarsson einn skipuleggjenda mótsins í samtali við Skessuhorn. Sigurvegarar mótsins voru þau Kolbrún Bjarkardóttir og Haukur Árnason en keppt var í karla- og kvennaflokki.

 

 

Kynning á mánudaginn

Birgir segir að næstkomandi mánudag fari fram kynning á frisbígolfi á vellinum í Garðalundi (við grillhúsið) og eru allir boðnir velkomnir. „Leikurinn verður útskýrður, sýndir verða ólíkir diskar og fólki kennt að kasta. Einnig verður hægt að fá lánaða diska til þess að spila á vellinum,“ sagði Birgir sem segir frisbígolf henta fyrir alla aldurhópa og bæði kynin. Sjö vellir hafa verið settir upp á landinu en auk Akranesvallarins eru þeir á Klambratúni í Reykjavík, í Gufunesi, við Úlfljótsvatn, í Miðhúsaskógi, á Flateyri og á Akureyri. Nánari upplýsingar um vellina og frisbígolf má finna á vefnum www.folf.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is