Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2013 12:01

Úr þróunarhjálp í starf aðstoðarrektors

,,Ég þarf alltaf að fást við ögrandi verkefni til að þrífast, það hefur alltaf einkennt mig,” segir Anna Elísabet Ólafsdóttir, nýr aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í Borgarfirði en hún hóf störf við skólann í upphafi mánaðarins. Anna á að baki viðburðaríkan starfs- og fræðaferil á sviði heilbrigðis- og þróunarmála, sem óhætt er að segja að hún hafi sinnt af töluverðum eldmóði á liðnum árum. Ferillinn hefur nefnilega leitt hana heimshorna á milli, fyrst um Evrópu, en síðan til Asíu og Afríku. Í vor lá leið Önnu aftur heim til Íslands og alla leið í hina nafntoguðu menntastofnun í Norðurárdalnum þar sem hún á sterkar rætur.

Anna segist lítast vel á háskólann sem hún segir eiga rætur í góðum og jákvæðum jarðvegi. „Það leggst vel í mig að starfa fyrir skólann og takast á við ný verkefni á hans vegum. Ég finn að innan hans starfar gott fólk með góða menntun og reynslu sem ég hlakka mikið til að vinna með í framtíðinni. Ég lít á mannauð skólans sem einn af hans helstu styrkleikum. Starfsfólkið er með góða reynslu og þekkingu og hefur sterkan akademískan bakgrunn.“

 

Rætt er við Önnu Elísabet Ólafsdóttur nýráðinn aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í nýjsta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is