Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2013 08:01

Sextán ára dansari sem málar furðuverk

„Ég sé fyrir mér að verða bara glaður dansandi listmálari,“ segir Brynjar Björnsson, 16 ára listhneigður Borgfirðingur frá Neðri-Hrepp í Skorradal, spurður um hvað hann sér fyrir sér að gera í framtíðinni. Brynjar hefur vakið athygli á sínum heimaslóðum, og víðar, fyrir góðan árangur í dansi, nú síðast í Kína. Hann hefur stundað dans hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar undanfarið ár en hafði áður hlotið dansuppeldi sitt hjá Evu Karen Þórðardóttur í Dansskóla Evu Karenar í Borgarfirði. Síðustu misseri hafa síðan ýmsir haft veður af öðru og ekki síðra áhugamáli Brynjars – listmálun. Blaðamaður Skessuhorns tók þennan unga og efnilega Borgfirðing tali í liðinni viku og fræddist um störf hans á listasviðinu.

Hvatning ömmu skipti máli

Brynjar er fæddur og uppalinn á Hvanneyri þar sem móðir hans, Ástríður Guðmundsdóttir leikskólakennari, á einnig sínar rætur. Faðir hans, Björn Einarsson tamningamaður, er hins vegar frá Neðri-Hrepp í Skorradal, þangað sem fjölskyldan fluttist búferlum á síðasta ári. Brynjar hóf að æfa dans hjá Dansskóla Evu Karenar fyrir nokkrum árum og segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is