Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2013 10:01

Deilt um veiðirétt í Staðará

Deilur hafa um nokkra hríð staðið um veiðirétt í Staðará á Snæfellsnesi. Heldur nýlegur eigandi jarðarinnar Traða því fram að hann eigi land að ánni og gerir tilkall til veiðiréttar í ánni. Greint er ítarlega frá málinu í síðasta helgarblaði DV þar sem fjallað er um að landeigandi Traða hafi verið kærður af veiðimönnum fyrir árásir og hótanir í þeirra garð nú í sumar á árbakkanum. Landeigandi neitar í samtali við DV þeim sakargiftum. Fyrri eigendur Traða gerðu einungis tilkall til veiðiréttar í neðsta hluta árinnar en sá réttur var þó einnig umdeildur. Í kaupsamningi jarðarinnar er að finna fyrirvara sem segir að kaupandanum sé kunnugt um þann vafa sem uppi er um hvort veiðiréttindi fylgi jörðinni og sættir sig við það. Lögfræðingur Þjóðkirkjunnar skoðar nú málið þar sem kirkjujörðinni Staðarstað fylgja veiðiréttindi að ánni og er kirkjan því stór hagsmunaaðili að málinu.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is