15. ágúst. 2013 11:01
Marga hefur dreymt um að sigla um höfin blá og notast eingöngu við vindaflið eins og forfeður okkar gerðu fyrir tíma mótorbátanna. Árið 2009 luku starfsmenn Skipavíkur í Stykkishólmi smíði lúxussnekkjunnar Valtýs sem smíðuð er að fyrirmynd Gauksstaðaskipsins sem fannst í Noregi og talið er að smíðað hafi verið um 870. Sigurjón Jónsson stjórnarformaður Skipavíkur er nýlega kominn til Íslands eftir þriggja vikna siglingu frá Danmörku til Íslands með viðkomum í Noregi, Skotlandi og Færeyjum. Blaðamaður Skessuhorns náði tali af honum um borð í Valtý og ræddi við hana um ferðina, bátinn og sitthvað fleira.
Viðtal við Sigurjón birtist í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.