Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2013 09:01

Tilraunaverkefni um bætta menntun í NV kjördæmi komið vel í gang

Fyrr í sumar tók Geirlaug Jóhannsdóttir starfsmaður Háskólans á Bifröst við nýju starfi sem verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Formaður verkefnisstjórnar er Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, en skólinn annast jafnframt umsýslu um verkefnið.  Í verkefnisstjórninni sitja fulltrúar atvinnulífs, stéttarfélaga, sveitarfélaga auk skóla- og fræðslustofnana í Norðvesturkjördæmi. Verkefnið gengur út á í fyrsta fasa að leggja mat á stöðu menntunar í kjördæminu og greina þörf fyrir aukna menntun. Í framhaldinu verða gerðar tillögur að nýju námsframboði, samstarfsverkefnum skólastofnana í kjördæminu, fjölbreyttari möguleikum á mati á fyrra námi og styrkjamöguleikum fyrir fólk sem vill hefja nám.

 

 

Geirlaug segir í samtali við Skessuhorn að í sumar hafi 12 manns starfað við verkefnið vítt og breytt í Norðvesturkjördæmi. „Starfsmenn verkefnisins hafa flestir haft það hlutverk að skipuleggja og framkvæma viðtöl við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja og stofnana þar sem spurt er ýmissa spurninga sem varða tækifæri til menntunar og þörf fyrirtækja fyrir aukna þekkingu. Búið er að ljúka ríflega 500 viðtölum í öllu kjördæminu og verður haldið áfram til ágústloka. Þessu til viðbótar verður í þessari viku farið af stað með spurningakönnun í tölvupósti fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana og úthringi-könnun fyrir starfsfólk í kjördæminu þar sem markmiðið er að ná fram viðhorfum fólks til menntunar,“ segir Geirlaug í samtali við Skessuhorn.

 

Vöxtur og viðgangur byggist á menntun

Í haust er áætlað að vinna úr þeim upplýsingum sem safnast í sumar og gerðar tillögur um sérstök verkefni þar sem spáð verður í námsframboð og styrki til einstaklinga og fyrirtækja vegna náms.  „Vonast er til að tilraunir með námsframboð og styrki geti hafist strax í haust.  Á vegum verkefnisins verður ennfremur fjallað um hvernig fræðsluaðilar í Norðvesturkjördæmi geta unnið betur saman og hvernig tryggja megi að mat á fyrra námi misfarist ekki milli stofnana.  Tilraunaverkefni þetta hefur alls staðar fengið mikinn stuðning þegar það hefur verið kynnt.  Enda felur það í sér afar viðamikla könnun á því hver staðan í menntamálum kjördæmisins raunverulega er og hverjar þarfirnar eru.  Hækkað menntunarstig er af öllum sem til þekkja eitt af lykilatriðum fyrir vexti og viðgangi atvinnulífsins á svæðinu,“ segir Vilhjálmur Egilsson formaður verkefnisstjórnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is