Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2013 01:37

Átta Skagaskokkarar í heilt maraþon

Átta hlauparar úr hlaupahópnum Skagaskokki á Akranesi ætla að hlaupa heilt maraþon, 42,3 km og enn fleiri hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer laugardaginn 24. ágúst, að morgni Menningarnætur í Reykjavík. Ekki er vitað til þess að svo margir hlauparar frá Akranesi hafi hlaupið saman maraþon áður. Skagaskokk er líflegur hlaupahópur sem hefur verið á ferðinni á Akranesi og nágrenni í mörg ár. Félagar úr hópnum hafa farið í hlaupaferðir út á land í sumar. Í júní var farið í Dalina, gist á túninu á Erpsstöðum og hlaupið í kringum Sauðafellið. Nokkrir Skagaskokkarar fóru svo á hlaupahátíð Vestfjarða í júlí, þar sem hlaupið var Óshlíðarhlaup og Vesturgatan, sem er Lokinhamraleiðin í Arnarfirðinum. Þrír hlauparar af Skaganum komust á verðlaunapall í Óshlíðarhlaupinu í hálfmaraþoni.

 

 

Útlit er fyrir metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni. Í gær voru komnar um 40% fleiri skráningar en á sama tíma í fyrra. Þá er einnig mikil aukning í áheitum og styrkjum, sem sýndi sig m.a. í miklum útdeilingum og heimsóknum á vef Skessuhorns sl. mánudagskvöld þegar greint var frá stofnun minningarsjóðs Lovísu Hrundar Svavarsdóttur sem lést í bílslysi 6. apríl sl. á Akrafjallsvegi. Allir hlauparar Skagaskokks hlaupa til góðs fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög og minningarsjóði. „Við hvetjum alla Skagamenn til að heita á hlaupara bæjarins og styðja um leið við góð málefni,“ segja Skagaskokkarar, sem hittast og hlaupa saman fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 17 og á sunnudögum klukkan 11. Öllum er velkomið að hlaupa með jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is