Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2013 10:15

Öruggur sigur Kára á Víði í Garðinum

Káramenn frá Akranesi heimsóttu Víði í Garði í gær þegar liðin áttust við í 14. umferð þriðju deildar karla í knattspyrnu og lauk leiknum með 2-5 sigri Kára. Káramenn byrjuðu leikinn af krafti og voru aðeins níu mínútur að skora fyrsta mark leiksins en það gerði Felix Hjálmarsson. Á 35. mínútu náðu heimamenn að jafna metin en það tók Kára hins vegar aðeins þrjár mínútur að ná forustunni á ný og aftur var Felix að verki. Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks voru Káramenn sterkir og náðu tveggja marka forustu á 50. mínútu þegar Gylfi Veigar Gylfason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Kára. Víðir náði að minnka muninn á 69. mínútu úr vítaspyrnu en þá virtist sem allt loft væri farið úr heimamönnum. Á síðustu mínútum leiksins réðu Káramenn lögum og logum á vellinum. Sigurjón Guðmundsson kom þeim aftur í tveggja marka forustu með marki á 85. mínútu og á 93. mínútu innsiglaði varamaðurinn Marteinn Þór Vigfússon þriggja marka sigur Kára.

Lokatölur í Garðinum urðu því 2-5 og með sigrinum komust Káramenn úr fallsæti í deildinni. Þeir eru nú í 8. sæti með 12 stig tveimur stigum betur en lið Grundarfjarðar og Magna sem deila botnsætunum en eiga þó leik til góða á Kára.

 

Næsti leikur Káramanna er á föstudaginn 23. ágúst þegar þeir leika gegn Fjarðabyggð á Akranesvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is