Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2013 11:54

Segir níðst á ræstingafólki

„Þau dæmi sem Verkalýðsfélag Akraness hefur fengið inn á borð til sín að undanförnu hafa leitt í ljós að einstaklingar eru jafnvel ekki að fá greitt fyrir staðinn tíma, svo sem þann tíma sem þeir inna af hendi fyrir sinn atvinnurekanda. Þetta er með ólíkindum því enginn launþegi sættir sig við að vinna án þess að fá greitt fyrir allar unnar vinnustundir,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann gerir einkum að umtalsefni á heimasíðu verkalýðsfélagsins þá dapurlegu meðferð, sem hann kallar, þegar ræstingafólk fær gjarnan þegar leita á hagræðingar hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Hjá þeim mörgum sé lenska að ræstingafólki sé fyrst sagt upp störfum, fólkinu sem er með lægstu launin, sem leiði til þess að samkeppni milli ræstingafyrirtækjanna verði svo mikil að þau borgi sínu fólki ekki mannsæmandi laun. Hann segir að oft fari opinberar stofnir eins og sveitarfélög þar fremst í flokki og hugsi ekki fyrir afleiðingunum. „Er ekki kominn tími fyrir sveitarfélög, ríki og hinar ýmsu stofnanir að þegar á að leita hagræðingar, að horfa nú til einhverra annarra en þeirra sem síst skyldi,“ spyr Vilhjálmur. „Hvernig væri að horfa og leita hagræðingar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækja og stofnana? Enda hljóta tækifærin að vera mun fleiri þar heldur en hjá ræstingafólki,“segir Vilhjálmur. Hann segir ljóst að VLFA muni fara í þessi mál af fullum þunga, því ekki sé hægt að sætta sig við vinnubrögð af þessu tagi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is