Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2013 04:02

Oft er þörf en nú er nauðsyn

Karlalið meistaraflokks ÍA hefur gengið fremur illa á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Liðið er sem stendur í neðsta sæti Pepsídeildarinnar og hafa Skagamenn einungis náð 7 stigum úr þeim 14 leikjum sem liðið hefur spilað í deildinni þetta tímabilið. Þeir þurfa því nauðsynlega á stigum að halda ef komast á undan falli úr deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Næstu leikir Skagamanna eru gegn fjórum efstu liðum Pepsídeildarinnar og því ljóst að brekkan úr fallsætinu er orðin æði brött. Skessuhorn tók Bjarka Þór Aðalsteinsson stuðningsmann ÍA tali og fékk hann til að lýsa stemningunni í sumar og hvað hann telji að sé mikilvægast fyrir framhaldið. „Til að byrja með er ekkert formlegt stuðningsmannahópur á bak við ÍA liðið í dag. Þetta er kannski svona fimm manna hópur sem mætir alltaf og lætur í sér heyra, en það er allt og sumt,“ segir Bjarki, en hann hefur ásamt Benjamín Þórðarsyni vini sínum mætt á alla leiki Skagamanna í sumar og segir stemninguna vera í takt við gengi liðsins.

 

 

 

„Á heimaleikjum hefur fólk verið duglegt að mæta en það heyrist lítið í fólki og fáir sýna af sér rétta gula litinn. Annað vandamál er að stór hópur áhorfenda fer af vellinum áður en flautað er til leiksloka vegna þess að liðið er undir. Þetta tel ég vera tákn um mjög brothætta stemningu sem er alls ekki að hjálpa strákunum í liðinu, segir Bjarki um heimaleikina í sumar. Skagamenn hafa verið duglegir að mæta á útileiki liðsins og segir Bjarki að sá stuðningur hafi verið ljósi punkturinn af tímabilinu í ár. „Búið er að vera ótrúlega gaman á útileikjum og finnst mér oft eins það séu fleiri Skagamenn á vellinum en heimamenn á hverjum stað. Vandamálið í sumar, bæði heima og úti, er að það vantar meiri trú á liðið frá áhorfendum þegar þeir mæta á völlinn,“ segir Bjarki um stöðu mála.

ÍA á núna átta leiki eftir í deildinni og því er nóg eftir af stigum í pottinum. Bjarki er sannfærður um að með góðum stuðningi og réttu hugarfari sé auðveldlega hægt að snúa gengi liðsins við. „Núna framundan eru mjög erfiðir leikir við topplið íslenska fótboltans. Það er því mjög mikilvægt að fólk mæti á þessa leiki, sérstaklega heimaleikina, og sé þar til að styðja við bakið á strákunum. Það er ekki nokkur vafi á að þeir sem spila með liðinu eru mest svekktir yfir gengi þess í sumar. Þeir þekkja sögu liðins og finna fyrir þeirri pressu að spila fyrir sigursælasta knattspyrnulið landsbyggðannar frá upphafi. Fólk verður núna bara að átta sig á að þetta er ekki enn búið og með nægilega góðum stuðningi er vel hægt að snúa gengi liðsins við. Þetta er eitthvað sem allir Skagamenn þurfa að átta sig á því oft er þörf en nú er nauðsyn,“ segir Bjarki.“

 

Þeir Bjarki og Benni ætla að hittast á Gamla Kaupfélaginu klukkan 15 á sunnudaginn og taka upphitun fyrir leikinn gegn FH sem hefst svo kl. 17 á Akranesvelli. Þeir hvetja sem flesta til að mæta og hjálpa til við að rífa upp stemninguna fyrir leikinn gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. „ Það væri alveg magnað að sjá gult haf af Skagamönnum á vellinum sem láta vel í sér heyra og gefa strákunum trú á að þeir geti unnið sjálfa Íslandsmeistarana og verið í hópi þeirra bestu hér á landi,“ segir Bjarki Þór sem endar samtalið með viðeigandi lokaorðum, „Áfram ÍA!“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is