Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2013 05:41

Bændur hvattir til varúðar við akstur dráttarvéla á þjóðvegum

Starfs síns vegna þurfa bændur iðulega að aka dráttarvélum á þjóðvegum. Í tilkynningu frá tryggingafélaginu VÍS segir að þar sem dráttarvélar komist ekki jafn hratt og önnur ökutæki þurfi stjórnendur þeirra að sýna sérstaka varkárni í umferðinni. „Moksturstæki skal ávallt hafa í 20-30 cm fjarlægð frá götu því ella getur það slasað fólk illa í árekstri við ökutæki sem kemur á móti, sérstaklega ef gafflar eru framan á ámoksturstækjum. Við flutning á heyi og öðrum þungavörum þarf að huga vel að hleðslu, bremsubúnaði og tryggja sýnileika tækjanna með ljósum og endurskini. Ökumaður þarf jafnframt að sjá vel aftur fyrir sig og liðka fyrir framúrakstri eftir föngum með því að gefa öðrum vegfarendum merki þegar aðstæður leyfa. Vert er að minna alla á að gæta sín vel þegar beygt er til vinstri út af aðalvegi. Í slysum sem verða við þær aðstæður er hraðinn oft mikill og slysin alvarleg. 

 Margir halda að öll sökin liggi hjá þeim sem ætlaði að taka fram úr, en oft liggur 2/3 sakar hjá þeim sem hugðist beygja en það getur m.a. oltið á vegmerkingum,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS í tilkynningu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is