Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2013 11:28

Kóni annar verður ekki gerður út fyrst í stað

Útgerðarfélagið Gjálfur, sem var í eigu Vöggs Ingvasonar í Ólafsvík, var í lok síðustu viku selt útgerðarfélaginu Nesveri í Rifi, eins og fram kom í frétt hér á vefnum í morgun. Með kaupunum fylgdi krókaaflamarksbáturinn Kóni II SH-52 og um 200 tonna kvóti. Söluverð í þessum viðskiptum er trúnaðarmál, að sögn Friðbjörns Ásbjörnssonar framkvæmdastjóra Nesvers. Kaupin höfðu skamman aðdraganda og sagði Friðbjörn í samtali við Skessuhorn í morgun að ástæðan fyrir því að Nesver keypti að fyrirtækinu hafi vantað meiri kvóta. Nesver átti um 700 tonna þorskígildistonn í kvóta en hefur á liðnum árum verið að fiska allt að 1300 tonnum, einkum á Tryggva Eðvarðs SH, einum aflahæsta smábátinum hér við land. „Við erum að stækka fyrirtækið og sjáum ýmis tækifæri í þessum kaupum hvað varðar hagræðingu milli þessara tveggja fyrirtækja, þ.e. Nesvers og Gjálfurs ehf. Það liggur fyrir að fyrst í stað munum við ekki gera Kóna II út,“ segir Friðbjörn. Þegar Kóni var gerður út frá Ólafsvík voru þrír menn í áhöfn auk eigandans. Samhliða sölu Gjálfurs ehf. var þeim sagt upp störfum nú um helgina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is