Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2013 01:15

Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar sameinast fjórum lífeyrissjóðum

Fimm lífeyrissjóðir hafa verið sameinaðir í einn sjóð sem rekinn verður innan vébanda Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS). Þetta tilkynnti LSS á mánudaginn. Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar (LsA) er meðal þeirra sjóða sem renna í nýja sjóðinn sem rekinn verður sem sérstök bæjarfélagsdeild, B-deild, innan LSS. Hinir fjórir sjóðirnir eru Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóður Neskaupstaðar og Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í tilkynningu LSS segir að allir sjóðirnir séu með bakábyrgð viðkomandi sveitarfélags en þeim var með lögum lokað fyrir nýjum sjóðfélögum árið 1998. „Með sameiningunni næst fram umtalsverð lækkun rekstrarkostnaðar auk þess sem tryggt er að mikilvæg þekking á rekstri sjóðanna verður áfram fyrir hendi, en LSS hefur annast rekstur þeirra um nokkurt skeið.“

 

 

 

Réttindi haldast óbreytt

Réttindi og réttindaávinnsla sjóðsfélaga verður óbreytt, skuldbindingum hvers launagreiðanda verður haldið aðgreindum og bankábyrgð viðkomandi sveitarfélags verður óbreytt. Eignasöfn sjóðanna hafa hins vegar verið sameinuð í eitt safn, um fjórir milljarðar króna að stærð. Sjóðsfélagar nýju B-deildar LSS verða um 3.000 talsins eftir sameininguna. Undirbúningur að sameiningu sjóðanna hefur staðið yfir frá árinu 2009 með tilheyrandi hagkvæmnigreiningu, undirbúningsvinnu og kynningu fyrir stjórnum, starfsmannafélögum og bæjarráðum viðkomandi sveitarfélaga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is