Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2013 01:22

Gefst upp vegna slæmrar umgengni

„Ég veit hreinlega ekki hvað er að sumu fólki,“ segir Kristberg Jónsson í Baulunni í Borgarfirði um umgengni bíleigenda um bílaþvottaplan við verslun hans upp á síðkastið. Segir hann umgengni afar slæma. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að loka bílaþvottaplaninu í sumar. „Við höfum stöðugt verið að koma að ónýtum kústum í sumar í upphafi vinnudags, illa frágengum slöngum og rusli á víð og dreif. Í sumar ákváðum við að hætta að endurnýja kústana og vera bara með slöngu á planinu. Bíleigendur gátu þá komið með eigin svamp eða bílaþvottasett til að nota einnig sem húsbílafólk gætu notað slöngurnar til að dæla vatni á bílana sína,“ segir Kristberg, eða Kibbi eins og hann er jafnan kallaður. „Umgengnin breyttist ekki við þetta og því ákváðum við að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu.“

 

Kibbi segir að umgengni hafi versnað á síðustu misserum en hún hafi verið nokkuð góð fyrri hluta sumars. „Síðan versnaði þetta einhverra hluta vegna.“ Að auki segir Kibbi að oft hafi komið fyrir að úrgangur úr húsbílum hafi verið losaður á bíla- og þvottaplan Baulunnar. Í mörgum tilfellum hafi þetta verið bílar með erlendum bílnúmerum. „Það þarf eitthvað að gera í þessum málum. Fólk getur bara ekki hagað sér svona áfram.“ Þess utan höfðu hestakerrur verið þrifnar á planinu og hrossatað skilið eftir út um allt plan. Af þessum sökum hafi verið skrúfað fyrir vatn á nóttinni síðasta mánuðinn. „Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að loka en við höfum stolt boðið upp á á þessa þjónustu hingað til þar sem það sárlega vantar aðstöðu sem þessa í Borgarfirði, einkum þó í Borgarnesi. Nú er hins vegar bara komið nóg.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is