Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2013 02:01

Mikil lækkun á útflutningsverðmæti grásleppuafurða

Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars hefur lækkað gífurlega og á fyrri helmingi þessa árs er það einungis 44% af útflutningsverðmæti sama tímabils 2012. Frá þessu er sagt á vef Landssambands smábátaeigenda. Kemur samdráttur þessi fram bæði í magni og lægra verði, en mesta verðlækkunin var í söltuðum hrognum, eða 43%. Um 40% minna af kavíar var flutt út á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Heildarútflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og kavíars á síðasta ári voru 2,3 milljarðar króna.

Á síðasta ári var algengt fob-verð fyrir tunnu af grásleppuhrognum 184 þúsund krónur og nú í ár var það 90 þúsund krónur. „Hér er um mikið áhyggjuefni að ræða, þar sem hjá mörgum smábátaútgerðum eru tekjur af grásleppuveiðum meginhluti innkomunnar. Ástæður þessara miklu sveiflna í verði og magni má rekja til of mikils framboðs. Markaðurinn er viðkvæmur og hefur ekki vaxið í takt við aukna heildarveiði,“ segir á vefnum. Ennfremur segir að ljós sé í myrkrinu fyrir grásleppukarla. Að markaður fyrir grásleppuna sjálfa sé góður og að verð hafi hækkað milli ára á þeim markaði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is