Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2013 02:01

Mikil lækkun á útflutningsverðmæti grásleppuafurða

Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars hefur lækkað gífurlega og á fyrri helmingi þessa árs er það einungis 44% af útflutningsverðmæti sama tímabils 2012. Frá þessu er sagt á vef Landssambands smábátaeigenda. Kemur samdráttur þessi fram bæði í magni og lægra verði, en mesta verðlækkunin var í söltuðum hrognum, eða 43%. Um 40% minna af kavíar var flutt út á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Heildarútflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og kavíars á síðasta ári voru 2,3 milljarðar króna.

Á síðasta ári var algengt fob-verð fyrir tunnu af grásleppuhrognum 184 þúsund krónur og nú í ár var það 90 þúsund krónur. „Hér er um mikið áhyggjuefni að ræða, þar sem hjá mörgum smábátaútgerðum eru tekjur af grásleppuveiðum meginhluti innkomunnar. Ástæður þessara miklu sveiflna í verði og magni má rekja til of mikils framboðs. Markaðurinn er viðkvæmur og hefur ekki vaxið í takt við aukna heildarveiði,“ segir á vefnum. Ennfremur segir að ljós sé í myrkrinu fyrir grásleppukarla. Að markaður fyrir grásleppuna sjálfa sé góður og að verð hafi hækkað milli ára á þeim markaði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is