Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2013 03:00

Hljómsveitin Dúmbó byrjuð að æfa fyrir tónleikana í Hörpunni

Hljómsveitin Dúmbó á Akranesi, ein frægasta danshljómsveit landsins um tíðina, fagnar sem kunnugt er 50 ára afmæli á þessu ári. Þótt hljómsveitin hafi byrjað sem kvartett árið 1961, er stofnun hennar sem ballhljómsveitar rakin til þess að söngvarinn Sigursteinn Hákonarson kom til liðs við Dúmbóstrákana 1963. Þá um vorið varð hljómsveitin gríðarlega vinsæl á sveitaböllum í Borgarfirði, á Suðurlandi, í höfuðborginni og víðar um land. Framundan voru svo sex ár þar sem hljómsveitin varð ein vinsælasta danshljómsveit landsins, þar á meðal átti hljómsveitin hvað mestan þátt í frægð og vinsældum skemmtistaðarins Glaumbæjar í Reykjavík. Dúmbó hefur frá þessum tíma komið nokkrum sinnum saman, þar á meðal 1977, átta árum eftir að hljómsveitin hætti, en þá gaf hún úr tvær breiðskífur sem urðu mjög vinsælar og seldust vel.

Bíóhöllin fyllt tvisvar og nú Harpan

Í vor spilaði Dúmbó á tvennum afmælistónleikum í Bíóhöllinni fyrir húsfylli. Ísólfur Haraldsson framkvæmdastjóri Bíóhallarinnar ákvað ásamt þeim Dúmbómönnum að láta þar ekki staðar numið heldur fara með „giggið“ í ekki minni sal en þann stærsta í Hörpu, sjálfan Eldborgarsalinn sem rúmar um 1800 gesti. Þeir tónleikar verða laugardagskvöldið 14. september og þegar er gott útlit með sölu aðgöngumiða á tónleikana. Dúmbó byrjaði í síðustu viku æfingar að nýju eftir að hafa slakað á í sumar. Þeir félagar sögðu að þótt ekki væri langt liðið frá vorinu, sé þörf fyrir að æfa og hafa flutninginn sem allra bestan þegar kemur að stóru stundinni í Hörpunni. Alveg er hægt að slá því föstu að tónleikarnir í Hörpu verða einstakt tækifæri fyrir fólk að fara í Eldborgarsalinn og hlusta þar á létta og skemmtilega tónlist. Því er engin ástæða að draga það að panta miða á midi.is.  „Þetta verður gaman bæði fyrir okkur og ábyggilega líka þá sem koma á tónleikana. Það verður forvitnilegt að kynnast hljómburðinum í Hörpunni,“ sagði Jón Trausti Hervarsson, en hann er sá eini sem spilað hefur sleitulaust með hljómsveitinni frá því hún byrjaði að spila fyrst árið 1961.

 

Vinsælustu lögin

Jón Trausti segir að ekki sé hægt annað en vera ánægður með feril hljómsveitarinnar. Hann gerir ráð fyrir að hátt í 50 lög verði flutt í Hörpunni eins og í Bíóhöllinni. „Þetta eru svona fjögur vinsælustu lögin frá hverju ári, vinsælustu lögin okkar og líka lög sem við höfðum dálæti á,“ segir Jón Trausti sem bætti svo við að lokum: „Ég held það hafi engin hljómsveit í landinu leikið það eftir sem við gerðum. Að koma með tvær breiðskífur, mörgum árum eftir að við hættum formlega, sem seldust í alls 15 þúsund eintökum, sú fyrri í tíu þúsund og seinni í fimm þúsund,“ segir Jón Trausti.

 

Sjá nýja sjónvarpsauglýsingu um viðburðinn:

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is