Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2013 08:01

Fjölgun nemenda verður í haust í Háskólanum á Bifröst

Kennsla er við það að hefjast í Háskólanum á Bifröst en allar námsbrautir verða komnar á fullt skrið þegar september gengur í garð. Næstu þrjá laugardaga fara fram árvissir nýnemadagar fyrir hvert námsstig þar sem nýir nemendur skólans eru boðnir velkomnir. Vilhjálmur Egilsson, nýráðinn rektor skólans, segir að fleiri nemendur séu að hefja á Bifröst en verið hefur undanfarin ár. „Aukningin skýrist fyrst og fremst af því að aðsókn í Háskólagáttina, aðfararnámið, hefur stóraukist í kjölfar þess að skólagjöld voru felld niður. Almennt er aðsókn í fjarnámið þokkaleg en við höfum enn pláss fyrir fleiri nemendur í staðnáminu hér á Bifröst. Það er verkefni okkar fyrir næsta vetur að laða fleiri að í hið frábæra umhverfi í Norðurárdalnum,“ segir Vilhjálmur.

Nemendum fjölgar í heild nokkuð milli ára, bætir hann við og er viðsnúningur í skólanum hvað það varðar. „Við reiknum með hátt á annað hundrað nemendum í staðnám hér á Bifröst en á fjórða hundrað í fjarnámi, samtals um 600 nemendur. Vöxturinn er fyrst og fremst í Háskólagáttinni þar sem nemendur verða væntanlega á annað hundrað ýmist í staðnámi eða fjarnámi.“

 

Sjá nánar í Skólablaði Skessuhorns sem fylgir með Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is