Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2013 10:01

Nemendum fækkar milli ára í FVA

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi verður settur á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst í 36. skipti. Sama dag verður nýnemakynning og afhending stundataflna en kennsla samkvæmt stundatöflu hefst á föstudaginn. Að sögn Atla Harðarsonar skólameistara eru hátt í 570 nemendur skráðir í nám við skólann á haustönn sem er nokkur fækkun frá því í fyrra þegar 630 hófu nám á haustönn. Flestir nemendur koma frá Akranesi en einnig koma nemendur frá öðrum byggðarlögum Vesturlands og verða um 60 nemendur á heimavist skólans í haust. Nýnemar sem luku grunnskóla í vor eru um 110 talsins og er það svipaður fjöldi og síðustu ár. „Skýringin á fækkun nemenda er sú að eldri nemendum fækkar milli ára. Vegna takmarkaðs fjárframlags til skólans þurfum við að forgangsraða í innritun og njóta allir þeir sem eru 25 ára og yngri forgangs fram yfir þá sem eldri eru. Því þurftum við að synja nokkrum umsóknum eldri nemenda að þessu sinni þó svo að við vildum gjarnan taka við þeim. Umsóknum fækkaði líka aðeins milli ára,“ segir Atli en fjárframlög til skólans hafa dregist verulega saman frá bankahruni 2008.

„Segja má að skólinn sé rekinn með fjárframlagi sem er að raunvirði 75 prósent af því sem hann hafði í framlag fyrir hrun. Þetta takmarkar okkar starf.“

 

Sjá nánar í Skólablaði Skessuhorns sem fylgir með Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is