Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2013 02:24

Ástæður vantrausts til Alþingis kortlagðar

Á fréttamannafundi í Alþingishúsinu í morgun kynnti Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í febrúar og mars sl. fyrir skrifstofu Alþingis. Könnuninni var einkum ætlað að athuga hvaða ástæður búa að baki vantrausti til Alþingis eins og það hefur mælst í könnunum undanfarin ár. Niðurstaðan er að vantraustið beinist að litlu leyti að Alþingi sem stofnun. Hins vegar beinist vantraust á Alþingi aðallega að þremur þáttum er lúta að starfsháttum þar, svo sem óþarfa rifrildi alþingismanna og vinnulagi þeirra. Meðal annars er það skoðun almennings að þingmenn séu vanhæfir til að fylgja málum eftir og ljúka þeim. Fram kemur að Alþingi þurfi að taka á þessum atriðum til að auka traust fólks til þingsins.

 

 

 

„Skítkast“ og óþarfa rifrildi óvinsælt

Greinilegt er að starfshættir á Alþingi eru ekki að falla í kramið hjá Íslendingum. Alls sögðu 79% svarenda að vantraust þeirra beindist að samskiptamáta þingmanna. Ljóst þykir af greiningu á umræðum í rýnihópum og opnum svörum þeirra sem þátt tóku í könnuninni að verið er að vísa til þess að þingmenn sýni hver öðrum virðingarleysi og standi í sífelldu óþarfa rifrildi og „skítkasti“ á kostnað málefnalegrar umræðu og samvinnu. Einnig sögðu 72% svarenda að vantraust þeirra beinist að vinnulagi þingmanna. Þykir fólki forgangsröðun á þingi röng og að þingmenn hlusti ekki á almenning og séu þar af leiðandi ekki í nægilegum tengslum við fólkið í landinu. Þá þykir vinnulag á þingi einnig einkennast af aðgerða- og getuleysi þingmanna til að fylgja málum eftir og klára. Í svörum við opnum spurningum um ástæður vantrausts var áberandi að fólki þótti umræða á Alþingi ómálefnaleg. Vísað var m.a. til þess að mikið væri um málþóf á Alþingi og að umræður væru ómarkvissar og sundurlausar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is