Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2013 02:42

Yfir 1.700 þúsund komin í áheit til stofnunar minningarsjóðs um Lovísu Hrund

Eins og greint var frá í Skessuhorni hefur verið stofnaður Minningarsjóður Lovísu Hrundar Svavarsdóttur, sem lést í bílslysi 6. apríl síðastliðinn á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt ók í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést, aðeins 17 ára gömul. Foreldrar Lovísu Hrundar stofnuðu minningarsjóðinn nýlega og er tilgangur hans að safna peningum til að stofna fræðslu- og forvarnasjóð um afleiðingar ölvunaraksturs, einnig til að vekja athygli á hversu víðtæk áhrif það getur haft að aka undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Allt fé sem safnast í minningarsjóðinn mun eingöngu vera notað til þess að stofna nýjan löglegan forvarnasjóð, en til þess þarf að lágmarki eina milljón króna. Nú á fyrstu stigum er hægt að styrkja sjóðinn með því að skrá sig í Reykjavíkur maraþonið sem fram fer næstkomandi laugardag, 24. ágúst. Safnað er í sjóðinn með að heita á þá einstaklinga sem þegar hafa ákveðið að stuðla að stofnun minningarsjóðsins. Um hádegið í dag höfðu um 1.730.000 krónur safnast í sjóðinn með þessum hætti. Hæstu áheit hafa fallið á Jóhann Skúla Björnsson, blaðamann á Skessuhorni og fyrrum samstarfsmanns Lovísu Hrundar hjá HB Granda á Akranesi, en 517.000 krónur hafa safnast á áheitareikning hans. Lungað úr þeirri upphæð er 500.000 króna eingreiðsla sem HB Grandi hf. lagði til söfnunarinnar. Þá hefur Hildigunnur Einarsdóttir safnað 227.500 krónum og Katla María Ketilsdóttir hefur safnað 176.000 krónum. Auk þess er hægt að heita á 60 aðra hlaupara fyrir laugardaginn sem tengdir eru áheitum í minningarsjóðinn.  .„Það er vel við hæfi að starta sjóðnum hér á hlaupastyrkur.is vegna þess hve áhugasöm Lovísa Hrund var um heilsu og heilbrigðan lífsstíl,“ segir í tilkynningu sjóðsins á www.hlaupastyrkur.is 

Nánari upplýsingar um söfnunina má finna á vefslóðinni: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/490813-0200

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is