Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2013 06:01

Nýr útibússtjóri Landsbankans á Snæfellsnesi

Útibússtjóraskipti fóru fram í Landsbankanum á Snæfellsnesi, með aðsetur í Ólafsvík, sl. mánudag. Fráfarandi útibússtjóri er Eysteinn Jónsson og setti hann nýjan útibússtjóra, Þórhöllu Baldursdóttur, í starfið. „Ég tek við í dag en Eysteinn verður hérna fram í viku að setja mig inn í málin,“ sagði Þórhalla í samtali við Skessuhorn. Þórhalla útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst 2004 og hóf fljótlega eftir það störf hjá Landsbankanum þar sem hún starfaði lengst af sem fyrirtækjasérfræðingur. Einnig var hún útibússtjóri Landsbankans í Holtagörðum í tvö ár. „Síðast var ég aðstoðarútibússtjóri í fyrirtækjaviðskipum í sameinuðum útibúum Landsbankans í Holtagörðum og Austurbæjarútibúi,“ segir hún. Þórhalla hefur verið í fæðingarorlofi frá því í desember síðastliðnum, þar til hún tók við nýja starfinu.

 

 

 

Eiginmaður Þórhöllu, Jóhann Hallgrímsson, er fæddur og uppalin í Ólafsvík og sjálf fluttist hún þangað þegar hún var ellefu ára gömul, svo segja má að Þórhalla sé að koma aftur heim eftir tíu ára búsetu í Reykjavík. Þau hjónin eiga þrjú börn saman og fjölskyldan fluttist öll vestur í Ólafsvík. „Ég hef heyrt á fólki að það sé ánægt með að heimafólk sé að koma aftur, það gerist ekki svo oft, “ segir Þórhalla. Aðspurð hvernig henni lítist á að vera komin aftur í Ólafsvík og að takast á við þetta verkefni, svarar hún: „Mér líst vel á þessa breytingar. Ég er spennt að taka við nýju starfi og nýjum verkefnum. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna, við eigum bæði fjölskyldu og vini hér og finnst gaman að geta gefið börnunum okkar tækifæri til að kynnast lífinu úti á landi og þeim aðstæðum sem við ólumst upp við.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is